Hrakfarir blakmeistara

Bikarmeisturum Þróttar mistókst um helgina að tryggja sér sæti í undanúrslitum kvenna í blaki. Liðið á enn von en byrjaði vörnina illa í forkeppninni um helgina. Körfuknattleikslið Hattar tapaði fyrsta leik vetrarins.

 

ImageForkeppni átta liða í kvennaflokkinum var leikin í tveimur riðlum í Grundarfirði. Fyrirfram var búist við að Þróttur Nes. færi upp úr A riðlinum enda eina 1. deildarliðið þar en þau voru þrjú í B riðlinum. Auk Þróttar voru í riðlinum KA, HK United og Þróttur R C., sem vann riðilinn.
Þrír lykilmenn úr liði Þróttar fóru í sumar. Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir og Erla Rán Eiríksdóttir til Tromsö í Noregi og Zaharina Filipova til HK. Ýmislegt bendir til að veturinn verði erfiður hjá Íslands- og bikarmeisturunum, sem hefja titilvörnina með tveimur leikjum gegn Fylki í Neskaupstað um næstu helgi.
Körfuknattleikslið Hattar tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu gegn Haukum á Egilsstöðum 92-97. Höttur var yfir eftir fyrsta fjórðung 29-27 en Haukar yfir í hléi, 46-52 og síðan 68-74 eftir þriðja fjórðung. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum voru gestirnir níu stigum yfir. Með góðum kafla minnkuðu Hattarmenn muninn í tvö stig en komust ekki nær.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.