Hér er fólk við hungurmörk
Umræðan • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • 02. desember 2008
Níunda október árið 1917 var bókað í gjörðabók dýrtíðarnefndar í Reykjavík að vegna verðþaks, sem sett hafði verið á kartöflur þar um slóðir, hyggðust kaupmenn senda kartöflubirgðir sínar með skipinu Sterling til Austfjarða og selja þær þar. Fyrir austan væri nefnilega ekkert hámarksverð á kartöflum.
Ritaði borgarstjóri af þessu tilefni bréf í stjórnarráðið og bað um að kartöflurnar yrðu teknar eignarnámi handa svöngum Reykvíkingum. Það varð úr.
Nú eru aðrir tímar og annað Sterling í umræðunni. Alvarleg kreppa, en þó ekki kartöflukreppa, í það minnsta ekki ennþá. Þrátt fyrir að vonandi þorri fólks í landinu geti dregið að einhverju marki úr útgjöldum og læðst gegnum magra tíma án þess að missa allt sitt, er vá fyrir dyrum hjá fátæku fólki þessa lands sem aldrei fyrr.
Steinunn Ásmundsdóttir
(Leiðari Austurgluggans 27. nóvember 2008)