Orkumálinn 2024

Hitamet slegið á Höfn

Hitamet var sett á veðurstöðinni á Höfn í Hornafirði, 22,8 stig, í seinasta mánuði.Hiti á veðurstöðvunum á Egilsstöðum og Dalatanga mældist 1,5°C hærri í júlímánuði miðað að við meðalár.

 

 

Á Egilsstöðum var meðalhitinn 11,8°C en 9,4°C á Dalatanga. Júlí hefur ekki verið hlýrri þar frá árinu 1999 en júlí árið 2005 var álíka hlýr og nú.Þetta kemur fram í frétt frá Veðurstofu Íslands. Hitamet mánaðarins féllu á sex austfirskum stöðvum. Á Kollaleiru fór hitinn upp í 23,5°C, 24,3°C á Höfn í Hornafirði, 23,4°C á Fáskrúðsfirði, 20,3°C á Vattarnesi og 17,6°C á stöð á Öxi. Alls voru ný hámarksmet sett á 65 stöðluðum, sjálfvirkum stöðvum Veðurstofunnar. Tæpur helmingur þeirra hafa verið virkar frá því fyrir hitabylgjuna miklu árið 2004. Á stöðvum Vegagerðarinnar féllu met á 15 stöðvum af 64, þarf af 8 sem voru í rekstri 2004.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.