Herdís Björk vill 3.-4. sæti hjá Samfylkingu í NA-kjördæmi

Herdís Björk Brynjarsdóttir 25 ára, náms- og verkakona á Dalvík, hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norð-Austurkjördæmi. Hún óskar eftir stuðningi í 3.-4. sæti í prófkjörinu. Herdís Björk vann sem verkstjóri í frystihúsi Samherja á Dalvík í rúm þrjú  ár en vinnur nú almenn störf samhliða námi.

herds_bjrk_brynjarsdttir.jpg

Helstu áherslumál verða mennta- og atvinnumál, virkara lýðræði og jafnréttismál. Henni finnst að ungt fólk eigi að koma mun meira, og beinna að ákvarðanatöku í þjóðfélaginu. Herdís Björk hefur verið virkur félagi í Samfylkingunni og Ungum
Jafnaðarmönnum síðan 2007.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.