Skip to main content

Heilbrigðisþjónusta fyrir alla!

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.09. nóvember 2024

Tryggja verður öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð búsetu. Lög um heilbrigðisþjónustu eru afar skýr um að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er unnt að veita.

Tækniþróun í heilbrigðisþjónustu


Tækniþróun síðustu ára hjálpar okkur gríðarlega í þeirri vegferð. Með því að fjárfesta í henni getum við veitt enn faglegri heilbrigðisþjónustu í umhverfi heilbrigðisstarfsfólks hvar sem það starfar á landinu. Sú fjárfesting tryggir faglegt vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsfólks sem styður einnig við fjarheilbrigðisþjónustu beint inn á heimili fólks. Þannig bætum við á einfaldan hátt aðgengi fólks að víðtækri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og samhliða spörum við íbúum ferðalag, vinnutap og ríkinu niðurgreiðslu ferðakostnaðar.

Fjárfesting í tækjakosti


Enn sárvantar því miður nauðsynlegan tækjakost í umhverfi heilbrigðisstarfsfólks víða um land til að hægt sé að fullgreina bráðaveikindi á sem skemmstum tíma. Lífið er undir í slíkum tilfellum. Við tekur bið eftir sjúkraflugi og flugtíminn suður til að komast undir hendur sérfræðinga til að bjarga lífi okkar og heilsu.

Komum krafti í tæknivæðingu í heilbrigðisþjónustu um allt land, okkur öllum til heilla.

Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og skipar 3. sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar sem fara fram 30. nóvember.