Guðrún Katrín sækist eftir 2.-3. sæti hjá Samfylkingu í NA-kjördæmi

Guðrún Katrín Árnadóttir frá Seyðisfirði býður sig fram í 2.- 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Guðrún Katrín hefur starfað að sveitarstjórnarmálum á Seyðisfirði og er nú formaður Samfylkingarfélags Seyðisfjarðar, auk þess sem hún situr í flokksstjórn Samfylkingarinnar og í kjördæmisráði  Norðausturkjördæmis.

gurn_katrn_rnadttir2.jpg Guðrún Katrín er fædd á Seyðisfirði 7. júlí 1957. Hún er sérkennari við leik-og grunnskóla Seyðisfjarðar. Hún hefur starfað í pólitískum flokkum jafnaðarmanna frá 16 ára aldri, og margsinnis tekið sæti á framboðslistum jafnaðarmanna fyrir alþingiskosningar, en tekur nú í fyrsta sinn þátt í prófkjöri um eitt af efstu sætum listans.  Guðrún Katrín er talsmaður þess að bættar samgöngur séu forsenda byggar í landinu. Hún stóð ásamt hópi fólks að stofnun SAMGÖNG, samtökum áhugafólks um bættar samgöngur á mið-Austurlandi með jarðgöngum. Guðrún Katrín hefur setið í stjórn samtakanna frá stofnun þeirra í júní 2002 og gegndi hún formennsku fyrstu 3 árin. Í dag er hún varaformaður SAMGÖNG. Guðrún Katrín vill beita sér fyrir því að verja hag heimila og barna í kreppunni, auka jafnrétti í samfélaginu, styrkja landsbyggðina í erfiðu efnahagsástandi. Hún vill útrýma hverskonar spillingu á pólitískum vettvangi sem og í viðskiptum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.