Guðrún Katrín sækist eftir 2.-3. sæti hjá Samfylkingu í NA-kjördæmi
Umræðan • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • 21. febrúar 2009
Guðrún Katrín Árnadóttir frá Seyðisfirði býður sig fram í 2.- 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Guðrún Katrín hefur starfað að sveitarstjórnarmálum á Seyðisfirði og er nú formaður Samfylkingarfélags Seyðisfjarðar, auk þess sem hún situr í flokksstjórn Samfylkingarinnar og í kjördæmisráði Norðausturkjördæmis.

Guðrún Katrín er fædd á Seyðisfirði 7. júlí 1957. Hún er sérkennari við leik-og grunnskóla Seyðisfjarðar. Hún hefur starfað í pólitískum flokkum jafnaðarmanna frá 16 ára aldri, og margsinnis tekið sæti á framboðslistum jafnaðarmanna fyrir alþingiskosningar, en tekur nú í fyrsta sinn þátt í prófkjöri um eitt af efstu sætum listans. Guðrún Katrín er talsmaður þess að bættar samgöngur séu forsenda byggar í landinu. Hún stóð ásamt hópi fólks að stofnun SAMGÖNG, samtökum áhugafólks um bættar samgöngur á mið-Austurlandi með jarðgöngum. Guðrún Katrín hefur setið í stjórn samtakanna frá stofnun þeirra í júní 2002 og gegndi hún formennsku fyrstu 3 árin. Í dag er hún varaformaður SAMGÖNG. Guðrún Katrín vill beita sér fyrir því að verja hag heimila og barna í kreppunni, auka jafnrétti í samfélaginu, styrkja landsbyggðina í erfiðu efnahagsástandi. Hún vill útrýma hverskonar spillingu á pólitískum vettvangi sem og í viðskiptum.