Gísli sækist eftir 4.-6. sæti hjá Samfylkingu í NA-kjördæmi
Umræðan • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • 20. febrúar 2009
Gísli Baldvinsson, náms- og starfsráðgjafi á Akureyri, sækist eftir 4.-6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í næstu kosningum. Gísli hefur starfað lengi að félagsmálum. Hann var formaður Kennarafélags Reykjavíkur og sat í stjórn Kennarasambandsins. Þá var hann formaður sambands karlakóra.
Gísli var kosningastjóri Samfylkingarinnar bæði í bæjarstjórnarkosningunum 2006 og alþingiskosningunum 2007. Hann er nú formaður Samfylkingarfélagsins 60+ á Akureyri. Hans helstu baráttumál eru efling menntunar á krepputímum, velferð eldri borgara og aukinn jöfnuður í þjóðfélaginu.