Gísli sækist eftir 4.-6. sæti hjá Samfylkingu í NA-kjördæmi

Gísli Baldvinsson, náms- og starfsráðgjafi á Akureyri, sækist eftir 4.-6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í næstu kosningum. Gísli hefur starfað lengi að félagsmálum. Hann var formaður Kennarafélags Reykjavíkur og sat í stjórn Kennarasambandsins. Þá var hann formaður sambands karlakóra.  

gsli_baldvinsson_samfylkiing.jpg

Gísli var kosningastjóri Samfylkingarinnar bæði í bæjarstjórnarkosningunum 2006 og alþingiskosningunum 2007. Hann er nú formaður Samfylkingarfélagsins 60+ á Akureyri. Hans helstu baráttumál eru efling menntunar á krepputímum, velferð eldri borgara og aukinn jöfnuður í þjóðfélaginu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.