Gæðingar hamra ísinn

Laugardaginn 21. febrúar fer fram hið árlega Ístölt Austurland við Egilsstaði á Fljótsdalshéraði. Þar verður að venju keppt um Ormsbikarinn eftirsótta, sem mótshaldarar segja einn eftirsóttasta verðlaunagrip landsins.

gerpla_fra_steinnesi-iii_4459531.jpg

Í fallegri náttúru innan um skóga, kletta og mannlíf verða  sigurvegarar á Ístölt Austurland 2009 krýndir. Ljóst er að sigurvegarar síðasta árs mega hafa sig alla við, vilji þeir halda titlum sínum, því þegar er vitað að fjölmargir gæðingarí fremstu röð munu hamra ísinn taktfast.

Á Ístölt Austurland verður keppt í tölti, A-flokk og B-flokk. Mikil ánægja var á seinasta ári þegar keppni í A-flokk og B-flokk var bætt við Ístölt Austurland og er þetta fyrirkomulag því komið til að vera. Eins og áður verður keppt í tölti unglinga, ungmenna, áhugamanna og opnum flokki.

Eins og alltaf áður mun verða tekið vel á móti keppendum, sem sumir hverjir hafa ferðast langan veg og þannig hjálpað til við að gera Ístölt Austurland að öflugasta ísmóti utandyra hvern vetur.

Að kvöldi laugardagsins verður Uppskeruhóf hestamanna á Austurlandi þar sem skemmtiatriði, gleði og faðmlög verða í fyrirrúmi. Ístölt Austurlands mun svo ljúka með stórdansleik.

Nánari fréttir af viðburðum, keppni og skipulagi í tengslum við Ístölt Austurland verða fluttar á næstu dögum og vikum. Bent er á að á heimasíðu Freyfaxa www.freyfaxi.net mun verða hægt að nálgast allar helstu upplýsingar um mótið. Skráning keppenda fer fram á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

    

Myndatexti: Handhafi Ormsbikarsins, Baldvin Ari Guðlaugsson á Gerplu frá Steinnesi.

Ljósmynd: Axel Jón

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.