Fyrstu sigrarnir

Höttur vann lið Hrunamanna í 1. deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í dag. Blaklið Þróttar spilaði tvo leiki við Fylki í Neskaupstað um helgina.

 

ImageÍslandsmeistarar Þróttar hófu titilvörnina ekki vel þar sem þær töpuðu fyrri leiknum gegn Fylki í gærkvöldi 0-3. Liðið hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku, Erla Rán Eiríksdóttir, Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir og Zaharina Filipova hafa skipt um félög og Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir verður ekki með í vetur. Ungir og óreyndari leikmenn þurfa því að fylla skörð þeirra. Fylkir vann hrinurnar 21-25, 18-25 og 21-25. Nokkurrar taugaspennu gætti hjá hinum ungu leikmönnum og móttökurnar gengu illa. Miglena Apostolova var stigahæst með 17 stig.
Betur gekk í seinni leiknum í dag þar sem Þróttur vann í þremur hrinum, 25-18, 25-12 og 25-20. Miglena var aftur stigahæst með 20 stig en Kristín Salín Þórhallsdóttir, sem einnig var í liðinu í fyrra, skoraði þrettán. Liðið leikur næst 14. nóvember.
Höttur vann fyrsta leik sinn á vetrinum þegar liðið lagði Hrunamenn 87-82 í 1. deild karla í körfuknattleik.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.