Fundað vegna fjárhagsstöðu HSA

Þingmenn Norðausturkjördæmis funda í hádeginu vegna fjárhagsstöðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA). Fundurinn er haldinn að frumkvæði þingmanna Framsóknarmanna.

 

Image Þingmaðurinn Birkir Jón Jónsson ritaði um fundinn á bloggsíðu sína á mánudag. Þar segir að á fundi framsóknarmanna á Egilsstöðum fyrir skemmstu hafi ítrekað verið bent á alvarlega stöðu stofnunarinnar. Í kjölfarið hafi þingmenn flokksins óskað eftir fundinum. Birkir segir HSAi enga leiðréttingu hafa fengið á seinustu fjárlögum og ljóst sé að skera þurfi heilbrigðisþjónustu á Austurlandi verulega niður verði ekkert að gert. Nauðsynlegt sé að eyða óvissu um starfsemina og vonandi fáist svör hvað fjárlagafrumvarpið felií sér fyrir HSA.

„Maður hefur heyrt af heilu möppunum af ógreiddum reikningum hjá HSA,“ sagði Birkir Jón í samtali við Austurgluggann. „Það er mjög meinlegt ef opinbert fyrirtæki safnar milljónum króna í skuldir vegna dráttarvaxta.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.