Áfram Austurland!
Umræðan • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • 21. nóvember 2008
Austfirskur verslunareigandi hafði samband við síðuna og kvað það fjarri öllum sannleika að ekki væri unnt að kaupa ódýran og vandaðan klæðnað á Austurlandi, samanber frásögn af manni sem flaug til Reykjavík til fatakaupa fyrr í vikunni.
Sagði verslunareigandinn hinn stöðuga áróður um að allt þyrfti að fá úr höfuðborginni ef hagkvæmt ætti að vera hörmulegan og til þess fallinn að kippa fótunum undan verslun á Austurlandi.
Verslanir í fjórðungnum, hvort sem eru fatabúðir eða aðrar verslanir, bjóða auðvitað vörur í öllum verð- og gæðaflokkum og standa sig langflestar afar vel.
Eins og augljóst má vera þarf heimafólk að beina viðskiptum sínum til verslana í heimabyggð ef menn vilja halda þeim lifandi. Áfram Austurland!