Fimmtán dýr afgangs
Umræðan • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • 20. september 2008
Ekki tókst að veiða fimmtán hreindýr af 1.333 dýra veiðikvóta ársins. Hreindýraveiðitímabilinu lauk á mánudag. Þetta er samt metveiði, enda hefur kvótinn aldrei verið jafn hár.
Af dýrunum fimmtán sem ekki náðust voru flest á svæði 9, sex kýr og tveir tarfar. Á svæði þrjú sluppu sex kýr og ein á svæði fimm.Þyngsti tarfurinn veiddist á svæði sex í ágúst. Hann vóg 120 kílógrömm. Davíð Þór Valdimarsson veiddi hann en leiðsögumaður var Magnús Karlsson, bóndi á Hallbjarnarstöðum í Skriðdal.