Fimmtán dýr afgangs

Ekki tókst að veiða fimmtán hreindýr af 1.333 dýra veiðikvóta ársins. Hreindýraveiðitímabilinu lauk á mánudag. Þetta er samt metveiði, enda hefur kvótinn aldrei verið jafn hár.

 

ImageAf dýrunum fimmtán sem ekki náðust voru flest á svæði 9, sex kýr og tveir tarfar. Á svæði þrjú sluppu sex kýr og ein á svæði fimm.
Þyngsti tarfurinn veiddist á svæði sex í ágúst. Hann vóg 120 kílógrömm. Davíð Þór Valdimarsson veiddi hann en leiðsögumaður var Magnús Karlsson, bóndi á Hallbjarnarstöðum í Skriðdal.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.