Skip to main content

Fimmtán dýr afgangs

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.20. september 2008

Ekki tókst að veiða fimmtán hreindýr af 1.333 dýra veiðikvóta ársins. Hreindýraveiðitímabilinu lauk á mánudag. Þetta er samt metveiði, enda hefur kvótinn aldrei verið jafn hár.

 

ImageAf dýrunum fimmtán sem ekki náðust voru flest á svæði 9, sex kýr og tveir tarfar. Á svæði þrjú sluppu sex kýr og ein á svæði fimm.
Þyngsti tarfurinn veiddist á svæði sex í ágúst. Hann vóg 120 kílógrömm. Davíð Þór Valdimarsson veiddi hann en leiðsögumaður var Magnús Karlsson, bóndi á Hallbjarnarstöðum í Skriðdal.