Fimm austfirsk verkefni fá styrk úr Þjóðhátíðarsjóði

Úthlutað var úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 2009 í byrjun mánaðar. Fimm verkefni á Austurlandi hlutu styrk. Skriðuklaustursrannsóknir hlutu einn af fimm hæstu styrkjunum, 1 milljón króna, sem veitt er til greininga á milli grafa úr kaþólskum og lútherskum sið. Vinna á úr gögnum rannsóknarinnar um klausturgarð klausturkirkjunnar á Skriðuklaustri. Dr. Steinunn Kristjánsdóttir stýrir verkefninu.

thjodhatidarsjodur.gif

Minjasafn Austurlands hlaut sex hundruð þúsund til að auka virðingu Kjarvalshvamms og tryggja verndun hans. Veitt voru fjögur hundruð þúsund til Baldurs Öxdal Halldórssonar til að gera upp Halldórshús á Bakkafirði. Sömu upphæð fékk Rannveig Þórhallsdóttir á Seyðisfirði til söfnunar munnlegra heimilda til langtímavarðveislu, útgáfu og birtingar. Einnig hlaut Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum, Sævar Guðjónsson og Emil Björnsson, fjögur hundruð þúsund frá Þjóðhátíðarsjóði til að safna heimildum og rita sögu hreindýra á Íslandi og taka upp þráðinn þar sem Ólafur Þorvaldsson hætti, eða um 1960.

 

Alls bárust 161 umsókn um styrki að fjárhæð um 229 millj. kr. Úthlutað var að þessu sinni 56 styrkjum að fjárhæð samtals kr. 30.400.000.-  Hæsti styrkur sem veittur var nam tveimur milljónum króna.

 

Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.