Farið varlega með flugeldana!

Nú eru áramótin að nálgast og því miður fylgja þeim alltaf flugeldaslys. Ólöf Snæhólm, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir  tölfræði sýna að dagana fyrir og eftir áramót séu drengir í mestri hættu þegar kemur að flugeldaslysum. Flest verði þau þegar teknir eru í sundur flugeldar og gerðir úr þeim sprengjur sem valda alvarlegustu slysunum; jafnvel örkumlun.

picture5_copy.jpg

Bruni á  höndum og augnskaðar eru algengustu áverkarnir en  auðvelt er að minnka hættu á þeim með notkun öryggisgleraugna og leður- eða ullarvettlinga.  Öryggisgleraugu má fá á öllum flugeldasölustöðum björgunarsveitanna. Börn yngri en 16 ára mega ekki kaupa flugelda og ættu forráðamenn þeirra að gæta þess að þau hafi þá ekki undir höndum.

Á gamlárskvöldið sjálft eru það fjölskyldufeður landsins sem helst eru að slasa sig, yfirleitt með ógætilegri meðferð flugelda.  Eins og allir vita fara áfengisneysla og flugeldar ekki saman.

Nauðsynlegt er að gefa dýrum gaum um áramótin, þau skilja ekki frá hverju ljósagangur, hvellir og púðurlykt stafa og geta fyllst óöryggi. Best er að hafa dýr ekki úti á gamlársdag, draga fyrir glugga og hafa opið fyrir útvarp þar sem þau eru.

Nauðsynlegt er að hafa glugga heimilisins lokaða á gamlárskvöld til að koma í veg fyrir að flugeldar eða neistar frá þeim komist inn.

Með kveðju frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.