Skip to main content

Dæmdur fyrir að kaupa bensín með korti Alcoa

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.04. mars 2009

ImageHéraðsdómur Austurlands dæmdi í seinustu viku tæplega fimmtugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að kaupa bensín með korti vinnuveitanda síns.

 

Maðurinn keypti bensín fyrir 113 þúsund krónur með viðskiptakorti Alcoa-Fjarðaáls á leiðinni milli Eskifjarðar og Reykjavíkur í fyrrasumar. Færslurnar voru tólf. Maðurinn var árið 2001 dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir fjársvik , en hélt þá skilorð. Hann játaði brot sitt greiðlega, bæði við yfirheyrslur lögreglu og fyrir dómi.