Skip to main content

Bókavaka Safnahússins á fimmtudag

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.01. desember 2008

Árleg bókavaka Safnahússins á Egilsstöðum verður næstkomandi fimmtudagskvöld  og hefst kl. 20. Fimm Austfirðingar lesa þar úr ritum sínum, nýútgefnum.

 

 

vefbkur.jpg

Eftirtaldir höfundar/aðstandendur bóka lesa úr verkum sínum:

 
  • Smári Geirsson (ritstjóri) – Þræðir. Hrafnkell A. Jónsson foringi og fræðimaður
  • Ingunn Snædal – Í fjarveru trjáa – vegaljóð
  • Hálfdán Haraldsson – Norðfjarðarbók. Þjóðsögur, sagnir og örnefnaskrár
  • Rannveig Þórhallsdóttir – Ég hef nú sjaldan verið algild. Ævisaga Önnu á Hesteyri
  • Guðjón Sveinsson – Litir og ljóð úr Breiðdal
 

Einnig verður fjallað um rúman tug annarra austfirskra bóka sem komu út á árinu.

 

Aðgangur ókeypis og kaffi á könnunni

 

Gert er ráð fyrir að dagskránni ljúki um kl. 21.30