Björgvin Valur vill 5.-6. sæti hjá Samfylkingu í Reykjavík

Björgvin Valur Guðmundsson býður sig fram í 5.- 6. sæti í Reykjavík. Hann segist í tilkynningu hafa ákveðið að gefa kost á sér í 5.-6. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. „Þrátt fyrir að vera búsettur á Stöðvarfirði býð ég mig fram í Reykjavík og vil með því undirstrika nauðsyn þess að allt landið verði eitt kjördæmi," segir Björgvin Valur.

bjrgvin_valur_gumundsson.jpg

,,Fyrir þessari ákvörðun minni liggja ýmis rök; ég tel mig búa að reynslu og viðhorfum sem sárlega hefur vantað á Alþingi um hríð og býð því fram krafta mína í þágu almennings á Íslandi.


Ég er Evrópusinni og tel að einungis aðild að Evrópusambandinu geti fært okkur það velferðarríki sem við flest viljum að hér sé.  Ég heimta jafnrétti og réttlæti og geri kröfu um virkara lýðræði á Íslandi; það verður að skera á hin nánu tengsl löggjafar- og framkvæmdavalds með því að setja ákvæði í stjórnarskrá þess efnis að enginn geti verið alþingismaður og ráðherra samtímis,“ segir Björgvin Valur enn fremur.


Hann er fæddur 24. febrúar 1959 og hefur búið á Íslandi og í Ástralíu en þar á hann eina dóttur.  Nú er hann í sambúð með Þóru Björk Nikulásdóttur og á með henni þrjú börn, tvítuga dóttur og sextán ára syni.  Hann starfar sem leiðbeinandi við Grunnskólann á Stöðvarfirði, sat í sveitarstjórn Stöðvarhrepps og var oddviti í sjö ár.  Hann var fyrsti sveitarstjórnarmaðurinn á Austurlandi til að sitja undir merkjum Samfylkingarinnar þegar hann var í sveitarstjórn Austurbyggðar sem þá var.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.