Skip to main content

Bjartsýni um olíu á Drekanum

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.02. mars 2009

Auknar líkur virðast nú á að olía kunni að finnast á Drekasvæðinu, norðaustur af Íslandi. Nýlegar hljóðbylgjumælingar og endurmat á upplýsingum sem þegar liggja fyrir benda til þess að setlög, svipuð þeim sem finna má á nærliggjandi og jarðfræðilega tengdum olíusvæðum við Noreg og Grænland.  

drekasvi.jpg

Á mbl.is kemur fram að Orkustofnun muni kynna  þessar niðurstöður á ráðstefnu American Association of Petroleum Geologists Prospect and Property Expo (APPEX), sem er að hefjast í London og stendur fram á fimmtudag. 

„Við erum staðráðin í að kanna vel hvort að olía leynist á Drekasvæðinu þrátt fyrir efnahagskreppuna,“ er haft eftir Össuri Skarphéðinssyni, utanríkis- og iðnaðarráðherra, á vefsíðunni Oil and Gas Online. Segir Össur ennfremur að mörg alþjóðleg olíufyrirtæki hafi þegar lýst yfir áhuga á frekari rannsóknum á svæðinu.