Búið að semja við Launanefnd sveitarfélaga
Umræðan • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • 14. desember 2008
Kjarasamningar hafa verið undirritaðir milli AFLs starfsgreinafélags og Launanefndar sveitarfélaga, fyrir hönd sveitarfélaganna tíu á Austurlandi. Samningurinn gildir frá 1. desember en eldri samningur rann út 30. nóvember síðastliðinn. Samningurinn er í anda þeirra samninga sem launanefndin hefur gert við aðra samningsaðila. Kynningar og atkvæðagreiðsla um samninginn fara fram í vikunni.
Helstu atriði samningsins eru: Gildistími samningsins er 1. desember 2008 til 31. ágúst 2009 með fyrirvara, sbr. yfirlýsingu sem fylgir samningnum. Ný launatafla tekur gildi frá.1. desember 2008. Ný launatafla hækkar sem nemur launaviðbótum á lfl. 117-127 skv. ákvörðun Launanefndar frá 28. janúar 2006 sem voru kr. 2000, kr. 3000, kr. 4000, kr. 4500, kr. 6000. Innfærsla á launaviðbótum í taxta hefur áhrif á vaktaálagsgreiðslur og yfirvinnu starfsmanna sem taka laun skv. launaflokkum 117-127. Launataxtar hækka um kr. 20.300.- Starfsmenn í tímamældri ákvæðisvinnu og ræstingu samkvæmt fermetragjaldi fá 16% hækkun. Orlofsuppbót árið 2009 verður kr. 25.200.- Persónuuppbót í desember hækkar í samræmi við taxtahækkun og verður kr. 72.399.- 2008.
Endurskoða skal á samningstímanum innleiðingu og framkvæmd starfsmatskerfisins SAMSTARF og áframhaldandi þróun þess. Sérákvæði Hulduhlíðar staðfest Samstarfsnefnd félagsins og launanefndar.
Réttur foreldra til fjarveru á launum vegna veikinda barna er aukinn úr 10 í 12 daga.
Skýr ákvæði varðandi greiðslu vegna ferðatíma þegar starfsmenn ferðast með og annast nemendur og eða skjólstæðinga á ferðalögum. Greiðsla þessi nemur 12 klst. (8 dagvinnutímar og 4 yfirvinnutímar.)
Nýtt framlag til endurhæfingar verður öflug stoð til að takast á við vaxandi örorku og styðja þá, sem lenda í skertri vinnugetu til áframhaldandi starfa á vinnumarkaði.