Búið að semja við Launanefnd sveitarfélaga

Kjarasamningar hafa verið undirritaðir milli AFLs starfsgreinafélags og Launanefndar sveitarfélaga, fyrir hönd sveitarfélaganna tíu á Austurlandi. Samningurinn gildir frá 1. desember en eldri samningur rann út 30. nóvember síðastliðinn. Samningurinn er í anda þeirra samninga sem launanefndin hefur gert við aðra samningsaðila. Kynningar og atkvæðagreiðsla um samninginn fara fram í vikunni.

afl_starfsgreinaflag_2.jpg

Helstu atriði samningsins eru: Gildistími samningsins er 1. desember 2008 til 31. ágúst 2009 með fyrirvara, sbr. yfirlýsingu sem fylgir samningnum. Ný launatafla tekur gildi frá.1. desember 2008. Ný launatafla hækkar sem nemur launaviðbótum á lfl. 117-127 skv. ákvörðun Launanefndar frá 28. janúar 2006 sem voru kr. 2000, kr. 3000, kr. 4000, kr. 4500, kr. 6000. Innfærsla á launaviðbótum í taxta hefur áhrif á vaktaálagsgreiðslur og yfirvinnu starfsmanna sem taka laun skv. launaflokkum 117-127. Launataxtar hækka um kr. 20.300.- Starfsmenn í tímamældri ákvæðisvinnu og ræstingu samkvæmt fermetragjaldi fá 16% hækkun. Orlofsuppbót árið 2009 verður kr. 25.200.-  Persónuuppbót í desember hækkar í samræmi við taxtahækkun og verður kr. 72.399.- 2008.

Réttur foreldra til fjarveru á launum vegna veikinda barna er aukinn úr 10 í 12 daga.

Skýr ákvæði varðandi greiðslu vegna ferðatíma þegar starfsmenn ferðast með og annast nemendur og eða skjólstæðinga á ferðalögum. Greiðsla þessi nemur 12 klst. (8 dagvinnutímar og 4 yfirvinnutímar.)

Nýtt framlag til endurhæfingar verður öflug stoð til að takast á við vaxandi örorku og styðja þá, sem lenda í skertri vinnugetu til áframhaldandi starfa á vinnumarkaði. Endurskoða skal á samningstímanum innleiðingu og framkvæmd starfsmatskerfisins SAMSTARF og áframhaldandi þróun þess. Sérákvæði Hulduhlíðar staðfest Samstarfsnefnd félagsins og launanefndar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.