Aðventa gengin í garð
Umræðan • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • 30. nóvember 2008
Ljós voru víða tendruð á austfirskum bæjarjólatrjám í gær og brugðið á leik með söng og snemmbúnum jólasveinkum. Í dag kviknuðu svo aðventuljósin í gluggum landsmanna, enda fyrsti sunnudagur í aðventu. Upphefst þar með formlegur undirbúningur fyrir hátíð ljóss og friðar. Er það kærkomið tækifæri til að víkja óyndi undanfarinna vikna til hliðar um stund og njóta aðventunnar í faðmi fjölskyldu og vina.
Fleiri myndir, teknar skömmu áður en sveinkarnir ,,kveiktu í" jólatréinu fyrir utan Samkaup á Egilsstöðum.


