Austurglugginn fagnar ársafmæli

Nú er eitt ár liðið frá því að fréttavefurinn austurglugginn.is fór fyrst í loftið. Skrifaðar hafa verið yfir sjö hundruð fréttir á vefinn á þessu tímabili. Hann hefur sótt í sig veðrið jafnt og þétt og nú eru um 800 flettingar að jafnaði daglega og fara á stundum yfir þúsundið. Vefnum er eins og fréttablaðinu Austurglugganum ritstýrt af Steinunni Ásmundsdóttur. Einnig skrifa fréttir á vefinn þau Gunnar Gunnarsson, Fljótsdælingur við nám í Reykjavík og Áslaug Lárusdóttir í Neskaupstað. Austurglugginn mun kappkosta að þjónusta lesendur sína með fréttum og fróðleik og hvetur til daglegs innlits. Það er alltaf eitthvað áhugavert í gangi á vefnum! Jafnframt er fólki bent á myndasafn vefsins undir flipanum myndir. Þar er fjöldi mynda af daglegu lífi og sérstökum viðburðum í fjórðungnum.

lb000191.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.