Austfirskir listamenn sýna í Ráðhúsi Reykjavíkur

Þrír austfirskir listamenn sýna verk sín í Ráðhúsi Reykjavíkur um næstu helgi. Eru það Ágústa Margrét Árnadóttir, Hólmfríður Ófeigsdóttir og Lára Vilbergsdóttir. Taka þær þátt í stórri sýningu á handverki, listiðnaði og hönnun, á vegum Handverks og hönnunar. Fimmtíu og fjórir einstaklingar voru valdir til að sýna verk sín, en umsóknir voru fjölmargar.

 

 

lra_vilbergsdttir.jpg

 

 

 

 

 

Lára Vilbergsdóttir er ein þriggja austfirskra listamanna með verk á sýningu Handverks og hönnunar í Reykjavík um helgina.

Á föstudag kl. 10:45 verða svokölluð Skúlaverðlaun 2008 afhent. Þeir sem valdir voru til þátttöku í sýningunni gátu tilnefnt verk frá sér í verðlaunasamkeppni um besta nýja hlutinn. Bárust yfir fjörtíu tillögur frá átján aðilum. Verðlaunin eru kennd við Skúla Magnússon fógeta, sem var frumkvöðull smáiðnaðar í Reykjavík, eins og segir í tilkynningu. Valnefnd um besta gripinn skipa Rut Káradóttir, innanhússarkitekt, og Stefán Pétur Sólveigarson, vöruhönnuður.

Sýningin stendur frá 31. október til 3. nóvember næstkomandi. Unnt er að kynna sér fólkið sem á verk á sýningunni í Ráðhúsinu á vefnum www.handverkoghonnun.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.