Skip to main content

Austfirsk sveitarfélög stilla saman strengi í kreppunni

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.20. október 2008

Næstkomandi miðvikudag milli kl. 10 og 11 munu allir forvígismenn sveitarfélaganna á Austurlandi eiga sameiginlegan símafund, þar sem ræða á málin á grundvelli fjármálaholskeflunnar undanfarið.

Fara á yfir efnahagslega stöðu sveitarfélaganna og stilla saman strengi um hvernig bregðast má við ástandinu og á hvaða hátt sveitarfélögin hyggjast vinna sig út úr því.

Á fundinum verður sérstök áhersla lögð á hvernig halda má sem best utan um innra velferðarkerfi sveitarfélaganna hvað sem tautar og raular og hlú að íbúunum.

 

 

veursblikur.jpg

 

Óveðursblikur á lofti

Ljósmynd/Steinunn