Atvinnuleysi eykst

Atvinnuleysi hefur aukist talsvert á Austurlandi síðustu daga. Í dag eru samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar 120 karlar skráðir atvinnulausir og 80 konur. Í upphafi mánaðarins voru um 140 skráðir. Athygli vekur að yfirleitt hafa konur verið fleiri á atvinnuleysisskrá á Austurlandi en hrun byggingarverktakafyrirtækja undanfarið gerir að verkum að fleiri karlmenn eru nú á skránni. Vinnumálastofnun á Austurlandi gerir ráð fyrir að atvinnuleysi muni enn aukast í fjórðungnum í þessum mánuði.

020118114032welding_101_t.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.