Arnbjörg í 2. sæti Norðaustur í prófkjöri Sjálfstæðisflokks

Tilkynning frá Arnbjörgu Sveinsdóttur um framboð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi:

Ég  hef ákveðið að bjóða mig fram til 2. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í vor. Fyrir síðustu Alþingiskosningar fór fram fjölmennt prófkjör meðal sjálfstæðismanna í kjördæminu þar sem ég hlaut örugga kosningu í annað sætið.

arnbjrg_vefur.jpg

Þar fór fram kosning um efsta sætið í kjördæminu sem Kristján Þór Júlíusson sigraði. Ég tel ástæðulaust að endurtaka slíka kosningu nú og tek því þessa ákvörðun.

Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður

Ferilupplýsingar:

Arnbjörg var fyrst kjörin á Alþingi árið 1995 og átti þar sæti til 2003. Kom aftur inn á Alþingi 2004 og hefur átt þar sæti síðan. Við upphaf kjörtímabilsins var Arnbjörg kjörin formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Áður hefur hún átt sæti í fleiri nefndum Alþingis þó lengst af í fjárlaganefnd, félagsmálanefnd (þar sem hún var formaður 1999-2003),  í samgöngunefnd og menntamálanefnd. Þá átti Arnbjörg sæti í Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1999-2003 og 2004-2006, sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1995 og 2007 og í Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA frá 2007 til dagsins í dag.

  

Arnbjörg hefur lengi gengt trúnaðarstöðum innan Sjálfstæðisflokksins. Bæði sem þingflokksformaður síðan 2005 og sem fulltrúi í miðstjórn frá 1995. Auk þess hefur hún verið virk í málefnanefndum flokksins um langt skeið.

  

Arnbjörg fæddist í Reykjavík 18. febrúar árið 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1976 og stundaði nám við lagadeild Háskóla Íslands 1980-1982. Hún starfaði við fiskvinnslustörf o.fl. á skólaárum, var starfsmaður í afgreiðslu Smyrils og Eimskipa 1975-1979 og kennari við Seyðisfjarðarskóla 1976-1977. Hún starfaði sem fulltrúi í launadeild Ríkisspítalanna 1977-1980. Arnbjörg starfaði við verslunar- og skrifstofustörf 1982-1983, við skrifstofustörf hjá Fiskvinnslunni hf. og Gullbergi hf. 1983-1990 og sem skrifstofu- og fjármálastjóri Fiskiðjunnar Dvergasteins hf. 1990-1995.

  

Arnbjörg átti sæti í bæjarstjórn Seyðisfjarðar 1986-1998 og var forseti hennar 1994-1996. Hún sat einnig í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi og var formaður þeirra frá 1991-1992. Á sama tíma var Arnbjörg formaður Landshlutasamtaka sveitarfélaga. Hún var einnig formaður stjórnskipaðrar nefndar um framhaldsnám á Austurlandi. Arnbjörg sat í skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum 1991-1995 og í stjórn Héraðsskjalasafns Austurlands 1994-1997. Í stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins 1995-1998 og stjórn Íbúðalánasjóðs 1999-2000. Í stjórn Byggðastofnunar frá 2000-2007, í stjórn Rariks frá 2003-2004, í stjórn Flugstoða ohf. frá stofnun þeirra árið 2007 og í Þingvallanefnd síðan 2008.

  

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.