Skip to main content

AFL stefnir Landsbanka og Landsvaka

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.14. desember 2008

AFL Starfsgreinafélag hefur stefnt Landsbanka Íslands og Landsvaka fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. AFL, sem tapaði um 170 milljónum króna í Landsbankanum í bankahruninu, krefst sundurliðaðs yfirlits yfir eignir peningamarkaðssjóða Landsbankans í september og október nú í haust. AFL segir lög Alþingis um bann við málsókn á hendur bönkum og fjármálafyrirtækjum í greiðslustöðvun ekki standast og að ekki verði brotin bankaleynd þó þær upplýsingar sem krafist er verði veittar.

images.jpg

AFL hafði umtalsvert fé tilheyrandi sjúkrasjóðum félagsins í peningamarkaðssjóðum Landsbankans. Í októberlok kom í ljós í kjölfar uppgjörs að 170 milljónir króna voru tapaðar, en engar skýringar fylgdu uppgjöri né stoðgögn um rekstur sjóðanna. AFL vill fá að sjá slík gögn til að meta hvort félagið á bótakröfu á hendur bankanum og Landsvaka.

Framgangur málsins er mjög líklegur til að hafa fordæmisgildi fyrir aðra sem töpuðu fé í bankanum og Landsvaka.