Skip to main content

Til hamingju Húsvíkingar með hvalbeinin

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.23. október 2014

husavikurferd 11052013 0067 webFyrir meira en 20 árum náði Náttúrufræðistofnun í athyglisverð steindasýni (aragonit) sem grafin höfðu verið upp úr sprungu á Stöðvarfirði. Nú er það ekki svo að skortur sé á steinum á Stöðvarfirði í dag, þökk sé Steinasafni Petru. Manni finnst á stundum að þar hefðu þessi eintök ef til vill notið sín betur en í vörslu hins opinbera.


Nú hafa jarðfræðingar breytt þessum sýnum frá því að vera dálítið einstök stofustáss í að sýna ákveðið fyrirbæri jarðmyndunar. Gott og vel.

Kannski væri ekki úr vegi næst að koma þessu á Breiðdalsvík, nær upprunanum og þeirri kynningu sem fram fer í Breiðdalssetri á jarðfræði svæðisins. Þó aldrei væri nema til þess að einhverjir fá einhvern tíma barið þetta augum.

Mikið skelfing sem ég get glaðst í dag yfir að frændur mínir Þingeyingar fái bein.