Von á 280 krökkum

Fjarðaálsmótin í 6. flokki drengja og stúlkna og 7 flokki (blönduðum) verða háð í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardag, 16. maí.  Skráð eru til leiks 28 lið og því von á allt að 280 börnum og vonandi tölvert fleiri foreldrum.  Á vef Leiknis segir að trúlegt þyki að þetta verði fjölmennasta knattspyrnumót sem haldið hefur verið á Austurlandi. 

Liðin koma frá Höfn, Djúpavogi, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Þórshöfn, Akureyri og úr Fjarðabyggð.

fjaragbyggarlg.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar