Unglingar á Vopnafirði safna fyrir munaðarlaus börnum

kirkja_vpfj_web.jpgÆskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar verður næstkomandi sunnudag, 6. mars og að því tilefni verður poppmessa kl. 14:00 í Vopnafjarðarkirkju. Eftir guðsþjónustuna verður árleg kaffisala æksulýðsfélagsins til styrkar hjálparstarfi. Í ár ákváðu unglingarnir að safnað yrðir byggingu heimilis fyrir munaðarlaus börn í vinasöfnuði okkar í Kaibibich í Kenýa.

 

Þetta er í sjötta sinn sem unglingarnir standa fyrir kaffisölunni, sem ávalt hefur verið fjölsótt eins og guðsþjónustan, þar sem þau taka virkan þátt, m.a. sýna þau leikrit, lesa ritningarlestra, verða með bænir og taka lagið með hljómsveitinni. Í tilefni dagsins verður kirkjan og safnaðarheimilið skreytt með borðum, blöðrum og myndum, en þemað sem þau ákváðu að taka fyrirer „Drottinn er minn hirðir“ úr Davíðssálmi 23.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.