Raggi Bjarna ógleymanlegur

img_4985.jpg

Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi var haldin í 25. skipti síðastliðna helgi. Þar mátti sjá marga fremstu tónlistarmenn landsins ásamt heimamönnum leika undraverða tónlist.

 

Fjölbreytt tónlist ómaði um allt Austurland á meðan á Jazzhátíðinni stóð. Hot Eskimos riðu fyrstir á vaðið og spiluðu í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði síðastliðinn miðvikudag. Fast á hæla þeim fylgdu strákrnir í GP!Band með sannkallaða gítarveislu á fimmtudaginn í Blúskjallara BRJÁN á Neskaupstað. Á föstudaginn færðist veislan upp í Valaskjálf, og lauk þar á laugardaginn. Sálgæslan með Andreu Gylfadóttur í fararbroddi flutti prógram sitt á föstudaginn.

Á laugardaginn lokaði enginn annar en Raggi Bjarna jazzveislunni með ógleymanlegum tónleikum. Kvöldið byrjaði á upphitun ungra tónlistarmanna á Austurlandi, en svo var Raggi næstur. Honum tókst að hrífa alla á sitt band, og var eins og tíminn stöðvaðist um stund.

img_4987.jpgimg_5013.jpgimg_4995.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.