Pétur Kristjáns sýnir í Bókabúðinni

Pétur Kristjánsson sýnir verk sitt Kjallaraseríuna í Bókabúðinni, verkefnarými Skaftfells. Hún verður opin samkvæmt samkomulagi fram til 1. nóvember. Upplýsingar fást hjá Skaftfelli í síma 472 1632 eða hjá Pétri Kristjánssyni í síma 861 7764. Gamla bókabúðin á Seyðisfirði hefur nú þjónað sem verkefnarými Skaftfells í eitt ár. Auk fjölbreyttra sýninga hafa verið haldin í bókabúðinni námskeið, vinnustofur, markaðir og uppákomur.

ptur_kristjns_bkabin.jpg

Pétur Kristjánsson fæddist í BNA árið 1952. Hann er búfræðingur og

þjóðfræðingur og hefur búið á Seyðisfirði síðan 1984.  Á árunum 1991 til

1998 vann hann að mörgum verkefnum með og fyrir vin sinn og læriföður Dieter

Roth. Pétur er forstöðumaður Tækniminjasafns Austurlands og hefur verið

prófessor í Dieter Roth Akademíunni frá stofnun hennar árið 2000.

Uppistaðan í sýningunni eru "afleiddar" myndir sem hafa orðið til meðvitað

en þó eingöngu sem afleiðing af öðrum verkum. Nokkrir eldri skúlptúrar eru

einnig á sýningunni.

logo_skaftfell.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar