Páskafjör í Oddsskarði

Senn líður að hefðbundinni Tíróla-hátíð í Oddsskarði um páska, en hún stendur dagana 9. til 13. apríl. Forsvarsmenn hátíðarinnar segja upplagt að verja góðum dögum í faðmi Austfirsku Alpanna ásamt fjölskyldu og vinum. Margt skemmtilegt verður að vanda á dagskrá Tíróla-hátíðar í ár og er dagskráin hér meðfylgjandi. Mikill snjór er í Oddsskarði og von á góðu færi eins og svo oft er um páskana og að sjálfsögðu verður sól og blíða á svæðinu.
ski.jpg

Laugardagurinn 4. apríl

 

Nesbær
Sýningin Bryggjubrot án skýringa opnar í kaffihúsinu Nesbæ á Norðfirði.  Sýndar eru ljósmyndir á striga eftir Sigrúnu Jónsdóttur, sýningin mun standa yfir alla páskana. 

Sundlaugar Fjarðabyggðar
Sundlaugarnar á Norðfirði og Eskifirði verða opnar alla páskana 9-13 apríl, frá kl. 12:00 til 19:00.

 


Fimmtudagurinn 9. apríl. Skírdagur.

 

Skíðasvæðið Oddskarði
Opið frá 10:00 – 17:00 og um kvöldið frá 20:00 – 23:00.

Dagur brettafólksins. Lögð verður Bordercross-braut (snowboard racing) ásamt stökkum og hólum sem ætti að kæta marga brettaunnendur.

20:00 - 23:00 Um kvöldið verður hið árlega super jump snjóbrettamót, Mótið verður haldið við 1lyftuna ásamt dynjandi tónlist og fjöri.  Dæmt verður út frá getu, byltum, stíl og öllu sem dómurum dettur í hug að gefa fyrir.
Hljómsveitin Winson leikur nokkur lög í lok kvöldsins.

        

Föstudagurinn 10. apríl. Föstudagurinn langi.

 

Skíðasvæðið Oddsskarði 
Opið í frá 10:00 – 17:00.
 
10:00-12:00 Þrautabraut fyrir yngstu kynslóðina. Lögð verður skemmtileg braut við litlu lyftuna með ýmsum þrautum og stökkum.

Ferðafélag Fjarðamanna
Píslarganga á skíðum.  Gengið verður frá Kofanum á Fagradal og um Sléttadal niður að Seljateigi í Reyðarfirði. Þetta er auðveld og falleg skíðagönguleið, hvergi bratt. Fararstjóri Kristinn Þorsteinsson sími 4761381. Þátttakendur mæti við Vegamót Fáskrúðsfjarðarvegar, innan við Reyðarfjörð kl. 10:00 Verð kr. 500.- fyrir fullorðna. www.simnet.is/ffau

 

Laugardagurinn 11. apríl.

 

Ferðaþjónustan Mjóeyri
Páskaeggjaleit fyrir alla fjölskylduna á Mjóeyri kl 9:30. Verð er eins og alltaf frjáls framlög.

Skíðasvæðið Oddsskarði
Opið frá 10:00 – 17:00 og um kvöldið frá 20:00 -23:00.  Tíróla stemning verður ríkjandi í fjallinu allan daginn.

13:00 Risastórsvig fyrir 16 ára og eldri í minningu Gunnars Ólafssonar. Keppnismenn fyrri ára og aðrir eru hvattir til að skrá sig. Skráning hefst kl.12 í skíðaskála. Við hvetjum aðra gesti til að mæta með bjöllur, flautur og jóðla í takt meðan keppendur bruna hjá.
20:00 til 23:00 Um kvöldið spilar hið heimsfræga Wald 3 ekta Tíróla tónlist um allar brekkur í anda Ómars Skarphéðinssonar fram eftir öllu kvöldi.

Flugeldasýning endar skemmtunina í fjallinu og verður síðan jóðlandi gleði í Hótel Egilsbúð fram eftir nóttu með Wald 3.

Egilsbúð:
Ball með tíróla bandinu Wald 3 í Egilsbúð á Norðfirði. 

Valhöll:
Ball í Valhöll á Eskifirði,  Ingó og veðurguðirnir. 

 

 

Sunnudagurinn 12. apríl. Páskadagur.

 

Ferðafélag Fjarðamanna
Hátíðarganga út í Páskahelli Norðfirði. Verða þetta páskarnir þar sem sólin dansar? Upprifjun á sögnum. Leiðsögumaður: Sigurborg Hákonardóttir. Mæting kl 06:00 við vitann á Bakkabökkum.  Verð kr 500.- fyrir fullorðna.

Skíðasvæðið Oddsskarði:
Opið frá kl. 10:00 – 17:00.

Sparifatadagur.  Allir að mæta í sínu fínasta pússi í tilefni dagsins.

13:00 Páskaeggjamótið fyrir 8 ára og yngri. Lagðar verða 2 brautir hlið við hlið og eru léttar þrautir í þeim. Gefin verða verðlaun fyrir bestu tilþrif, byltu, brosið og hvað eina sem vekur gleði og fjör. Allir fá síðan páskaegg í lok keppni. Mun hún Rósmunda Halldóra mæta til að dæma og veita verðlaun.

14:30  Bordercross–braut.  Leikur fyrir 9 ára og eldri. Tveir eða fleiri renna saman og sá sem kemur fyrstur niður fer aðra umferð. Nota má ýmsa klæki á niðurleið til komast fyrstur niður.

 

 

Mánudaginn 13. apríl.

 

Skíðasvæðið Oddsskarði
Opið frá  10:00 – 17:00.

Kjötsúpukveðjuhátíð.  Súpa seld í skálanum í ódýrari kantinum og mun allur ágóði renna til Björgunarsveitarinnar á Norðfirði , en þeir sjá um alla gæslu á svæðinu um helgina.

Allir hvattir til að mæta með góða skapið og skemmta sér vel í góðra vina hópi í fallegu umhverfi og náttúrulega í frábæru veðri sem að sjálfsögðu verður til staðar.

Hægt er að nálgast aðrar upplýsingar á vef Skíðamiðstöðvarinnar www.oddsskard.is. og í síma 878-1474 .
 
Skíðasvæðið í Oddsskarði er talið með þeim bestu hérlendis
því er tilvalið að verja góðri helgi saman í góðra vina hópi.

 

 

Ljósmynd/Oddsskarð

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar