Skip to main content

Opnar í Breiðdalsá 1. maí

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. apr 2009 08:45Uppfært 08. jan 2016 19:19

Opnað verður á veiðisvæðum Veiðiþjónustunnar Strengja í Breiðdalsá 1. maí næstkomandi. Um er að ræða silungasvæði og er bleikjan mætt í ósinn. Sást hún vaka þar á laugardag.  Töluverður snjór er í fjöllum og lítur vel út með vatnsbúskap í Breiðdal fyrir sumarið. Þröstur Elliðason hjá Veiðiþjónustunni Strengjum segir að gengið hafi fremur treglega í Minnivallalæk í apríl fyrir utan að eitt holl fékk 12 fiska. Hann segir nokkuð laust af leyfum ennþá hér og hvar í þeim ám sem Strengir hafa á sinni könnu, en mikið sé spurt um lausa daga nú þegar vorfiðringur er komin í veiðimenn.

bleikjuveii.jpg

Opnað verður á veiðisvæðum Veiðiþjónustunnar Strengja í Breiðdalsá 1. maí næstkomandi. Um er að ræða silungasvæði og er bleikjan mætt í ósinn. Sást hún vaka þar á laugardag.  Töluverður snjór er í fjöllum og lítur vel út með vatnsbúskap í Breiðdal fyrir sumarið. Þröstur Elliðason hjá Veiðiþjónustunni Strengjum segir að gengið hafi fremur treglega í Minnivallalæk í apríl fyrir utan að eitt holl fékk 12 fiska. Hann segir nokkuð laust af leyfum ennþá hér og hvar í þeim ám sem Strengir hafa á sinni könnu, en mikið sé spurt um lausa daga nú þegar vorfiðringur er komin í veiðimenn.

bleikjuveii.jpg