Norðfirðingar við götugæslu fyrir Stiller: Leikarinn minni en þeir bjuggust við

ben_stiller_nordfirdingar.jpg
Á laugardaginn var fór níu manna hópur úr Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað til Seyðisfjarðar að vinna við tökur á myndinni The Secret Life of Walter Mitty sem Hollywood-stjarnan Ben Stiller leikstýrir. Tökum á myndinni átti að ljúka á föstudaginn en þær höfðu tafist og um einn dag.

Dagurinn byrjaði snemma hjá hópnum en hann þurfti að vera komin til Seyðisfjarðar klukkan 8 um morguninn. Þegar komið var á áfangastað var strax hafist handa og við látin skrifa undir samninga, meðal annars um þagnareið. Að allri pappírsvinnu lokinni lá leiðin að félagsheimilinu þar sem vinnubrögðin voru kynnt.  

Vinnan fólst í að stoppa, bæði akandi og gangandi, vegfarendur svo enginn truflun yrði á meðan tökum stóð. Fólk sem fór i sakleysi sínu í kaupfélagið lenti í gíslingu og þurfti að bíða eftir leyfi til að komast heim til sín. Hópnum fannst þetta rosalega gaman en veðrið hefði þó mátt vera aðeins betra þar sem hópurinn þurfti að standa úti í umferðagæslunni í 5 til 6 klukkustundir

Tækifæri sem gefst bara einu sinni 
 
„Það var svolítið kalt úti, en maður huggaði sig við það að maður fengi að hitta kappann.” segir Sigurbjörg Ingvarsdóttir Hraundal. Undir það tekur félagi hennar, Guðjón Björn Guðbjartsson. „Þetta er „once in a lifetime opportunity“. það Hollywood-kvikmyndar.” sagði Guðjón Björn.

Vegfarendur voru yfirhöfuð mjög rólegir og tillitsamir gagnvart gerð myndarinnar, þótt sumum lægi heldur mikið á. Þeir sem unnu á fjölförnustu götum bæjarins þurftu sumir hverjir að stökkva af veginum til að verða ekki undir bílunum.
 
Stiller geðveikt almennilegur 
 
Eftir strembinn en skemmtilegan vinnudag mætti kappinn sjálfur, Ben Stiller. Hann spjallaði við hópinn og spurði svo hvort það ætti ekkert að smella nokkrum myndum af sér með honum sem var það sem mannskapurinn hafði beðið eftir.

Aðspurð hvernig þeim fannst leikarinn voru allir á sama máli og í skýjunum eftir daginn: „Ben Stiller er minni en ég hélt, en stærðin skiptir ekki máli. Ben er mjög hress karakter og til í að spjalla. Þegar hann kom byrjaði hann bara að tala við okkur”  Sigurbjörg

„Hann var geðveikt almennilegur eins og allir sem komu að þessu,” bætir Katrín Hulda Gunnarsdóttir við og Guðjón Björn er sama sinnis: „Hann var mjög jarðbundin gaur og virtist vera laus við alla stjörnustæla.“
 
Ökumenn mis jákvæðir 
 
Talsverðan mannskap þurfti í gæsluna. Lögreglumenn voru einnig á vakt. Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá sýslumanninum á Seyðisfirði, segir verkefnið almennt hafa gengið vel.

„Auðvitað voru  ökumenn misjafnlega jákvæðir fyrir því að þurfa að stoppa og bíða einhverja stund. Heilt yfir þá tóku ökumenn þessu með jafnaðargeði.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.