Meiri flokkun og endurvinnsla á Fljótsdalshéraði

Nú styttist í að þær breytingar á sorphirðu á Fljótsdalshéraðs, sem ákveðnar hafa verið með samningi við Íslenska gámafélagið, taki gildi, með enn frekari áherslu á flokkun og endurvinnslu.

ruslatunnur.jpg

Á vefsíðu Fljótsdalshéraðs segir að öll heimili í þéttbýlinu muni flokka í þrjár tunnur, almennt sorp fari í gráa tunnu, endurvinnanlegt fer í grænu tunnuna sem fyrir er og lífrænt sorp í brúna tunnu, en í dreifbýlinu fer það í sérstakt jarðgerðarílát. Ráðgert er að brúnum og gráum tunnunum verði dreift á Egilsstöðum og í Fellabæ dagana 25.-27. september n.k., en íbúar í dreifbýli hafa nú þegar fengið tunnur afhentar. Fyrsta losun eftir breytingar verður á almennu sorpi þann 28. september og síðan verður sorphirðudagatali í sorphirðuhandbókinni fylgt, en henni var dreift til íbúa sveitarfélagsins í vor, en má líka nálgast það fá vef sveitarfélagsins.

Þau heimili sem nú þegar hafa endurvinnslutunnur geta sagt þeim upp þar sem í Grænu tunnuna, sem ætluð er fyrir endurvinnanlegan úrgang og er innifalin í sorphirðugjöldum sveitarfélagsins, fer það sama og í endurvinnslutunnur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar