Matvælastofnun kærir ábúendur fyrir illan aðbúnað

Matvælastofnun kærði í gær ábúendur á Stórhóli í Álftafirði til lögreglu í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði fyrir illan aðbúnað sauðfjár á bænum og vanfóðrun þess. Lengi hafa verið áhyggjur af ástandi búfjár á bænum en um síðustu mánaðarmót gerðu héraðsdýralæknir og búfjáreftirlitsmaður miklar athugasemdir við ástand fjárins og umhirðu. Kæra Matvælastofnunar er byggð á skýrslu héraðsdýralæknis og tekur Sýslumannsembættið á Eskifirði ákvörðun um hvort lögð verður fram kæra í málinu.

kind.jpg

 

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps hefur í hyggju að rifta samningi við ábúendur og banna búskap á jörðinni ef slíkt er unnt, en jörðin tilheyrir hreppnum. Hefur sveitastjóra og oddvita verið heimilað að nýta öll úrræði sem sveitarfélagið hefur, þ.m.t. ákvæði í samþykktum hreppsins frá árinu 2006 um að heimilt sé að banna búskap á tiltekinni jörð. Þá ákvað sveitastjórn að segja upp samningi við ábúendur á Stórhól sem gerður var sama ár. Hvort tveggja verði gert í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.

(Mynd úr safni, ekki tekin í Álftafirði).

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar