Heilsu- og hamingjuhrólfar fá viðurkenningu

Heilsuátak hófst í Íþróttamiðstöðinni Egilsstöðum 20. febrúar og stendur til 30 apríl. Fólk getur valið á milli þess að mæta þrisvar eða fimm sinnum í viku. Þeir sem ná því eiga möguleika á viðurkenningu sem er dregin út hálfsmánaðarlega. Nú hefur fyrsti útdráttur farið fram og viðurkenningar verða veittar síðdegis í dag.
sundlaug_-_rennibraut_-_pottar_2005__jpg.jpg

 

Hreinn Halldórsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar segir heilsuátakið ætlað til að hvetja fólk til heibrigðra lífshátta, nýta sér íþróttamannvirki enn betur um leið og von er á glaðningi ef vel gengur.

 

Einu skilyrðin til þátttöku eru að fæðingarárið sé 1992 eða fyrr.

 

Æfingar skulu fara fram í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum eða í Íþróttahúsinu í Fellabæ. Einnig er hægt að ganga/hlaupa úti og skal þá láta vita af sér við upphaf og endi æfingar. Æfingar skulu að lágmarki vera 60 mínútur að meðtöldum tíma í sturtu.

 

 Til að hvetja fólk verður sett upp ,,keppni" í tveimur flokkum mætinga, þrisvar og fimm sinnum í viku og skal ákveða fyrirfram í hvorn flokkinn fólk skráir sig. Skráningarvikan er föstudagur til fimmtudags.

 

Hálfsmánaðarlega verða nöfn þátttakenda, sem alltaf hafa mætt í samræmi við sína skráningu, sett í pott og dregin út hvatnigarverðlaun í hvorum flokki. Í lok átaksins verða veittar sérstakar viðurkenningar fyrir mætingar.

 

Einnig verður ,,þyngdartapskeppni" sem fer þannig fram að viðkomandi vigtar sig í upphafi og setur sér ákveðið markmið. Í lok átaksins er vigtað á ný. Þeir sem standast markmið sín, eða komast næst þeim, fara í pott þar sem dregin verða út sérstök verðlaun/viðurkenning.

 

Allar nánari upplýsingar veitir starfsfólk íþróttahúsanna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar