Fyrstu tónleikar Bláu kirkjunnar á miðvikudag

Fyrstu tónleikarnir af sex í sumartónleikaröðinni Bláa kirkjan á Seyðisfirði verða á miðvikudag, 7. júlí. Þar koma fram Erla Dóra Vogler, mezzósópran, Jón Svavar Jósefsson, baritónn og Matthildur Anna Gísladóttir, píanóleikari.

 

Á efnisskránni eru íslensk sönglög eftir nokkur af ástríkustu tónskáldum þjóðarinnar og óperuaríur heimsþekktra tónskálda.
Tónleikarnir fara fram í Seyðisfjarðarkirkju á miðvikudagskvöldum klukkan 20:30. Nánari upplýsingar eru á www.blaakirkjan.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar