Fótunum kippt undan Skaftfelli?

skaftfell_listnemar_web.jpgSeyðfirðingar telja að fótunum verði kippt undan rekstri menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells með fyrirhuguðum niðurskurði á opinberum framlögum til miðstöðvarinnar.

 

Í drögum að nýjum samningi milli Menningarráðs Austurlands og ríkisins er ekki gert ráð fyrir framlagi til menningarmiðstöðvanna en Skaftfell er miðstöð myndlistar á Austurlandi.

Þetta telur menningar- og ferðamálanefnd Seyðisfjarða „grafalvarlegt mál.“ og kippi fótunum undan Skaftfelli.

„Átta milljónir til reksturs starfsmanns og húsnæðis er langt undir þörfum starfseminnar. Eðlilegra væri að rekstrarkostnaður miðstöðvarinnar væri um 16.000.000.“

Um næstu helgi opnar sýning útskriftarnema frá Listaháskóla Íslands í Skaftfelli. Þeir hafa dvalist á Seyðisfirði undanfarna tíu daga.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.