Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja 110 milljarðar í árslok 2007

Eigið fé íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í árslok 2007 var 110 milljarðar eða 25,3%. Þetta kemur fram í ritinu Hagur fiskveiða og fiskvinnslu árið 2007 sem Hagstofa Íslands hefur gefið út.  Niðurstöður efnahagsreiknings sýna að heildareignir sjávarútvegsins í voru 435 milljarðar króna en heildarskuldir 325 milljarðar króna.
huginn_fjlveiiskip2.jpg

 

Afkoma sjávarútvegsins á árinu 2007 var almennt viðunandi þrátt fyrir skerðingar á aflaheimildum, hátt gengi krónunnar og hækkandi olíuverð. Tekjur fiskveiða námu 85,4 milljörðum króna og heildargjöld námu 67,1 milljarði króna. Verg hlutdeild fjármagns (EBITDA) nam 21.4%.  Hagnaður af fiskveiðum nam 12,1% af tekjum. Þá er miðað við svokallaða árgreiðsluaðferð þar sem reiknað er að afskriftir og fjármagnskostnaður nemi um 6% af öllu fjármagni í starfseminni.

Tekjur fiskvinnslu  námu 94,3 milljörðum króna og rekstarkostnaður nam 87,7 milljörðum króna. Verg hlutdeild fjármagns(EBITDA) nam 6,8% og hagnaður var 2,7% af tekjum samkvæmt árgreiðsluaðferð. 

Verðmæti heildareigna og skulda hækkaði um 12% frá 2006 og eigið fé hækkaði um 13%.  Þessi staða hefur vafalaust versnað til muna á árinu 2008 í kjölfar olíukreppunnar, bankakreppunnar og mikillar lækkunar á gengi krónunnar.

 

Hagur fiskveiða og fiskvinnslu árið 2007:
http://www.liu.is/files/%7Beaaa8fcb-3496-48a8-845f-e387c7e2ac2b%7D_hagur%20fiskveiða%20og%20vinnslu.pdf

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar