Byssusýning í Sláturhúsinu hitti í mark

Alls um 300 manns mættu á byssusýningu Skotfélags Austurlands í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

byssusyning.jpgÁ sýningunni gaf á að líta um 150 skotvopn af öllum gerðum, vopnin komu víða að af Austurlandi. Sýningin var fjölbreytt, þar voru til sýnis vopn á öllum aldri fjölbreytt úrval af gömlum vopnum sem að mestu er hætt að nota í dag en ótal sögur eru tengdar.
Þarna var líka mikið af vopnum með ýmis sérkenni, svona safngripir. Síðan var mikið af nýlegum vopnum sem verið er að nota til veiða og markskyttirís í dag. Haglabyssur til fuglaveiða og urmull af rifflum sem notaðir eru til hreindýraveiða.  Síðan sáust þarna markrifflar eins og þeir gerast bestir á landsvísu.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.