Bjartmar valinn textahöfundur ársins: Takk, takk, takk, takk, takk

bjartmar_gudlaugsson.jpgAustfirski tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson var valinn textahöfundur ársins á íslensku tónlistarverðlaununum sem veitt voru á þriðjudagskvöld. Verðlaunin fékk Bjartmar fyrir textana á plötunni Skrýtin veröld sem kom út í fyrra.

 

„Takk, takk, takk, takk, takk,“ voru fyrstu orð Bjartmars eftir að hann steig á sviðið í Íslensku óperunni til að taka við verðlaunum.

„Það var mér nóg að fá tilnefninguna, þetta þurfti ekki að komast á ræðustigið. Ég verð alltaf feiminn við athygli og ég hef fengið mikla athygli undanfarna viku,“ sagði Bjartmar en hann hlaut í seinustu viku menningarverðlaun DV.

Bjartmar var að auki tilnefndur sem tónhöfundur ársins og fyrir lag ársins Konan á allt. Þetta er í fyrsta sinn sem Bjartmar er tilnefndur til verðlaunanna þrátt fyrir að hafa verið að í áratugi. „Ég hef verið með sömu konunni, sama gítarinn í 30 ár og sömu hárgreiðsluna frá fermingu.“

Annar tónlistarmaður með austfirskar rætur, Jónas Sigurðsson, fékk verðlaun fyrir lag ársins, Hamingjan er hér. Fleiri austfirskir tónlistarmenn unnu með honum í hljómsveitinni Ritvélum framtíðarinnar.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.