Aukinn hlutur Fljótsdalshrepps í Hallormsstaðarskóla

Fljótsdalshreppur greiðir framvegis helming rekstrarkostnað Hallormsstaðarskóla á móti sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði. Eignaraðild hreppsins í byggingum skólans verður 50% en hreppurinn kaupir 19% hlut af Fljótsdalshéraði.

 

ImageGreitt er fyrir hlutinn með viðhaldsfé á tíu árum. Sérstök skólanefnd verður framvegis yfir skólanum með tveimur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi. Hreppsnefnd Fljótsdalshrepps samþykkti samninginn á fundi sínum í vikunni og fól oddvita að undirrita hann en samningurinn tekur gildi við undirskrift og er óuppsegjanlegur 2010-2019.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar