20. mars 2023
Blak: Spilað í nýja íþróttahúsinu á Reyðarfirði
Um helgina var nóg um að vera í blaki hjá yngri flokkum og í neðri deildum. Íslandsmót í neðri deildum karla var haldið í Neskaupstað og á Reyðafirði þar sem nýtt íþróttahús reyndist vel. Á sama tíma fór fram Íslandsmót í neðri deildum kvenna á Akureyri þar sem ungar Þróttarstúlkur komust uppum deild og U20 lið karla sigraði bikarmeistara Völsungs.