Vatnið á Borgarfirði drykkjarhæft á ný
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. okt 2023 14:08 • Uppfært 18. okt 2023 14:10
Íbúar á Borgarfirði eystra þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn. Sýni sem tekin voru úr vatninu á mánudag reyndust hrein.
Í tilkynningu HEF veitna, sem bera ábyrgð á vatnsveitunni, segir að engin mengun sjáist lengur í vatnsbólunum. Niðurstöður sýnanna lágu fyrir í morgun.
Mánudaginn 2. október var Borgfirðingum ráðlagt að sjóða vatn eftir að saurgerlar greindust við reglubundna sýnatöku. Strax var gripið til aðgerða til að þvo og skóla vatnskerfið en þótt mengunin minnkaði stöðugt hvarf hún ekki fyrr en nú.
Ekki er ljóst hvernig mengunin barst inn í kerfið en talið er að yfirborðsvatn hafi komist inn í kerfið í vatnsveðri. Hjá HEF eru hafinn undirbúningur að aðgerðum til framtíðar sem eiga að koma í veg fyrir að atvik sem þetta endurtaki sig.