Upplýsingafundur um stöðu ofanflóðaverkefna
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. okt 2023 12:29 • Uppfært 02. okt 2023 12:30
Almannavarnanefnd Austurlands, ásamt Veðurstofu Íslands og almannadeild ríkislögreglustjóra standa í dag fyrir opnum fundi í Neskaupstað um stöðu verkefna sem tengjast ofanflóðamálum á Austurlandi.
Fundurinn er haldinn í Egilsbúð og hefst klukkan 17:00 og á að vera lokið klukkan 18. Þar verður farið yfir vinnu lögreglunnar á Austurlandi í ofanflóðamálum síðustu mánuði sem og Veðurstofunnar.
Einnig gera fulltrúar Múlaþings og Fjarðabyggðar grein fyrir stöðu uppbyggingu ofanflóðavarna. Á vegum Austurbrúar verður kynnt Evrópuverkefni sem stofnunin tekur þátt í og snýr að upplýsingum til íbúa á náttúruvársvæðum.
Áður en fundurinn hefst fer fram vinnustofa um ofanflóðamál á svæðinu.