Upplýsingafundur um stöðu ofanflóðaverkefna

Almannavarnanefnd Austurlands, ásamt Veðurstofu Íslands og almannadeild ríkislögreglustjóra standa í dag fyrir opnum fundi í Neskaupstað um stöðu verkefna sem tengjast ofanflóðamálum á Austurlandi.

Fundurinn er haldinn í Egilsbúð og hefst klukkan 17:00 og á að vera lokið klukkan 18. Þar verður farið yfir vinnu lögreglunnar á Austurlandi í ofanflóðamálum síðustu mánuði sem og Veðurstofunnar.

Einnig gera fulltrúar Múlaþings og Fjarðabyggðar grein fyrir stöðu uppbyggingu ofanflóðavarna. Á vegum Austurbrúar verður kynnt Evrópuverkefni sem stofnunin tekur þátt í og snýr að upplýsingum til íbúa á náttúruvársvæðum.

Áður en fundurinn hefst fer fram vinnustofa um ofanflóðamál á svæðinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.