Teikningar nýrra íbúða á lokametrunum

Verið er að ljúka við teikningar að íbúðum sem leigufélagið Bríet áformar að reisa á gamla fótboltavellinum á Seyðisfirði.

Þetta kemur fram í svari Soffíu Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóra Bríetar, við svari Austurfréttar. Í byrjun árs var skrifað undir viljayfirlýsingu um byggingu allt að sex íbúða á vegum félagsins, sem er í eigu ríkis og sveitarfélaga á staðnum.

Framkvæmdir töfðust fyrst vegna skipulagsmála en í svari Soffíu kemur fram að einnig hafi verið beðið eftir að lagnagerð kláraðist á svæðinu, sem og teikningunum.

Samið hefur verið við MVA um bygginguna. Þar á bæ er verið að leggja lokahönd á teikningarnar. Í framhaldinu á nánari tímaáætlun framkvæmdanna að liggja fyrir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.