Steypt upp í El Grillo

Landhelgisgæslan hefur lokið við að steypa upp í göt sem urðu til þess að olía lak út úr tveimur tönkum olíuskipsins El Grillo.

Frá þessu er greint í frétt frá gæslunni en áhöfn varðskipsins Freyjum ásamt köfurum stofnunarinnar sáu um verkið í lok maí.

Áður en steypuvinnan byrjaði fór talsverður tími í að hreinsa frá tönkunum þar sem brak og set hafði safnast fyrir. Eins gerði það köfurunum erfiðra fyrir að götin voru að hluta undir yfirbyggingu skipsins. Verkið virðist samt hafa gengið eins og lagt var upp með því steypan heldur.

Breska olíuskipinu El Grillo var sökkt af þýskum herflugvélum innarlega í Seyðisfirði þann 10. febrúar 1944. Síðan hefur reglulega lekið olía úr tönkum skipsins með tilheyrandi tjóni á lífríki fjarðarins. Nokkrum sinnum hefur verið ráðist í aðgerðir til að reyna að koma í veg fyrir leka, síðast fyrir tveimur árum þegar steypt var upp í önnur op en núna.

Í tilkynningu gæslunnar kemur fram að enn sé lítið magn olíu fast undir göngubrú sem liggur yfir tanka skipsins. Búast má að losni um hana þegar hlýna tekur. Búið er að hanna og smíða sérstaka girðingu sem afhent hefur verið hafnaryfirvöldum á Seyðisfirði til að ná slíkri olíu. Landhelgisgæslan aðstoðar í sumar við að koma girðingunni fyrir.

Frá vinnunni í maí. Mynd: Landhelgisgæslan/Guðmundur St. Valdimarsson


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.