Sara Elísabet hættir sem sveitarstjóri á Vopnafirði

Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, mun láta af störfum í lok þessarar viku. Hún hefur gegnt starfinu undanfarin fjögur ár.

Í tilkynningu á vef hreppsins segir að náðst hafi samkomulag um starfslok hennar. Þar er henni þakkað fyrir samstarfið og sagt að hún hafi staðið með sveitarstjórn í að leysa mörg flókin mál.

Sara færir starfsfólki og íbúum Vopnafjarðar þakkir fyrir gefandi tíma í orðsendingu á Facebook-síðu sinni. Hún segir starfið hafa veitt sér góða reynslu og verið skemmtilegt en um leið krefjandi. Álagið hafi verið farið að segja til sín og því sé þetta bestu niðurstaðan. Hún ætli á næstunni að taka sér frí og líta svo í kringum sig eftir nýjum verkefnum.

Sara Elísabet var fyrst ráðin til Vopnafjarðarhrepps sem skrifstofustjóri árið 2019. Hún tók við sem sveitarstjóri í febrúar 2020 þegar Þór Steinarsson lét af störfum og endurnýjaði samning sinn að loknum sveitarstjórnarkosningum árið 2020.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.