Nýtt miðbæjarskipulag fyrir Eskifjörð árið 2020

Í ár var samþykktur kaupsamningur milli Sveitafélagsins Fjarðabyggðar og Eskju á Eskifirði um kaup og niðurrif á fasteignunum í Strandgötu 38, 38A, 40 og 42 á Eskifirði. Einnig verður farið endurskoðun á miðbæ Eskifjarðar. Þetta kom fram íbúafundi sem fram fór á Eskifirði á vegum íbúasamtakanna þar.



Þar kom einnig fram að Fjarðabyggð muni eignast lóðirnar á Strandgötu. Kaupverð sem nemur um 34 milljónum króna verður greitt með inneign í gatnagerðargjöldum.

„Þarna erum við að tala um gömlu verðbúðirnar, gamla frystihúsið og frystigeymsluna sem er staðsett í miðbænum. Eskja mun sjá um niðurrif þessara eigna og frágang lóða.

Fjarðabyggð mun svo annast förgunarkostnaðinn en við viljum endurnýta allt efni eins og hægt er,“ segir Eydís Ásbjörnsdóttir formaður bæjarráðs.

Einnig voru gerð makaskipti á eignunum Bleiksárhlíð 56 og Strandgötu 39. Það er húsnæði gömlu Hulduhlíðar og skrifstofur Eskju.

Bæjarráð Fjarðabyggðar fól svo eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að hefja endurskoðun á aðalskipulagi og deiliskipulagi miðbæjar á Eskifirði með tilliti til þessara makaskipta. Eftir það verður farið í gerð nýs miðbæjarskipulags á Eskifirði á árinu 2020.

Eydís segir það verði haldinn íbúafundur sem verður vinnu- og hugmyndafundur um þetta nýja miðbæjarskipulag.

Á fundinum hvatti Eydís sem flesta að koma með sínar hugmyndir og tillögur inn í þá vinnu.

„Í þeirri vinnu verður tekin afstaða meðal annars til Strandgötu 39, Eskjutúnsins og alls þessa svæði sem er undir. Þetta er mjög jákvætt verkefni fyrir Eskifjörð sem og Fjarðabyggð alla,“ segir Eydís að lokum.

 

Eskifjörður. Mynd úr safni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.